Mynd

EUR/CHF

Umframeftirspurn í orku frá Landsvirkjun = of ódýr raforka?

Ég, eins og svo margir aðrir, er hlynntur því að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar henni í hag. Þetta á við um fisk, hugvit, vinnuafl, raforku og margt fleira. Þetta átti vel við um Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík á sínum tíma. Hins vegar fæ ég illmögulega séð hvernig stóriðju og virkjanaframkvæmdir þær, sem eru á teikniborðinu núna gætu orðið þjóðinni til hagsbótar.

Greiningardeildir bankanna eru sammála um það að fari nýjar stóriðjuframkvæmdir í gang muni þurfa að hækka stýrivexti. Er það þjóðinni til hagsbótar? Jæja, þá það, þetta skapar svo mörg störf, við viljum störf, er það ekki? Síðast þegar ég vissi blómstra starfsmannaleigur sem aldrei fyrr og flytja þurfti að flytja slíkt vinnuafl að mestu leiti inn fyrir Kárahnjúka af því að við Íslendingar höfum það ekki verra en svo að við nennum ekki að óhreinka á okkur hendurnar.

Fyrst að eftirspurnin eftir raforku er slík að menn fá njálg í bossann og sár á sálina við að hugsa um alla töpuðu peningana sem streyma niður ósa landsins. Hvernig væri þá að hækka raforkuverðið til stóriðju? Til dæmis upp í sama verð og grænmetisbændur þurfa að greiða eða alltént þannig að eftirspurnin sé ekki margfalt framboð. Segir þetta ekki svolítið um það að við séum að selja okkur of ódýrt? En tölur um þetta liggja auðvitað ekki á borðinu, þrátt fyrir að um fyrirtæki í Ríkiseigu sé að ræða. 

Netþjónabú Keflavík. Af hverju Keflavík? Jú, þar stendur ónotuð skemma. Mig grunar samt að háspennulínur séu dýrari og valdi meiri umhverfisálagi en að byggja hús utanum starfsemina nær framleiðslustað raforkunnar, jafnvel þó það þyrfti að plægja niður eins og einn ljósleiðara. Ríkið gæti áreiðanlega gefið þessum netþjónabúum húsnæði undir starfsemina fyrir þann pening sem myndi sparast. 

Þetta myndi meira að segja falla prýðisvel að byggðastefnu stjórnvalda, sem flytja ótalmargar stofnanir út á land undir slíku yfirskyni. Eða ætli Landsvirkjun vilji etv fá línur út á Suðurnes, svona "ef" eitthvað færi að gerast í Helguvík eða Þorlákshöfn?


mbl.is Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri stóriðju!!!! Hagur landsmanna liggur undir!

Álver í Helguvík!

Fleiri virkjanir í Þjórsá!

Álþynnuverksmiðju á Akureyri!

Olíuhreinsunarstöð á Vestfirði!

Sökkvum Langasjó!

Virkjum Hólmsá!

Netþjónabú!

Ekkert atvinnuleysi???? -flytjum inn vinnuafl!

Þensla?? -Hækkum stýrivexti! 

Allt landi og þjóð til hagsbóta!!! 


mbl.is Afborganir lánsins hækka um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reddingarnar komnar í gang!

Nú reynir á að fylgjast vel með, ætli það sé verið að bjarga því sem bjargað verður?
mbl.is Geysir Green eykur hlut sinn í Enex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri spurningar en svör!

Hvernig stendur Hitaveita Suðurnesja í þessu máli? Er hún að lenda að ráðandi hlut í klónum á fyrirtækjum á aljóðlegum hlutabréfamarkaði og skapa þar með fordæmi?

Eru fleiri forkaupsskilmálar í þessum samningum líkt og með hlut OR í REI gagnvart öðrum hluthöfum REI og það sem meira er á hlutur Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja að renna beint til REI neyti OR forkaupsréttar síns á þeim hlut? 

Eru fjárfestar með tryggðan höfuðstól og geta hoppað hvenær sem er frá borði ef dallurinn sekkur og fengið þar að auki c.a. 2% vexti?

Verðlögðu þessir fjárfestar hlutina sína sjálfir?

Var þessi fundur yfirhöfuð löglegur?

Skipta þessir kaupréttarsamningar einhverju máli, er ekki bara verið að gera málið subbulegt og  beina athyglinni frá aðalatriðunum, þar sem einkaaðilar eru farnir að laumast inn í orkuauðlindirnar?

Hvernig endaði fundurinn? Fundarstjóri tilkynnti um fundarhlé, en ekki fundarslit, og svo var útsendingin allt í einu dottin inn í Rólegt og Rómantískt...

Ég er samt mjög stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa ekki sofnað á meðan Krummason þvaðraði um eigin ágæti, langt frá aðalatriðunum. Merkilegt líka hvað minnihlutinn var ljúfur við hann miðað við Borgarstjórann, en báða þarf sennilega að hífa upp úr fjóshaugnum með veglegum krana, eða þá að annar bjargi sér með því að klifra upp á hinn, hvor hefur meiru að tapa?

 

  


mbl.is Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augun á aðalatriðunum!

Þegar ég vaknaði í morgun blasti við þessi frétt hér: ,,Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar"

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295814

Þessi frétt var birt klukkan 05:30 í morgun og þegar flestir landsmenn voru komnir á fætur var þessi frétt búin að  trítla snyrtilega niður forsíðuna og þannig að það hún sæist einungis á síðu fyrir íslenskar fréttir. Það virtist vera komin ró yfir mbl.is og mest lesnu fréttirnar um mál sem koma daglegum lífum flestra Íslendinga barasta ekkert við.

Mér finnst mjög líklegt að ef þessi frétt hefði birst á ,,kristnilegum tíma" hefði hún valdið álíka miklu fjaðrafoki og þessi frétt hérna: ,,Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI"

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295721 

Þessu máli er núna stillt þannig upp að þessir kaupréttarsamningar eru orðnir eitthvað aðalatriði, því fer fjarri í mínum huga. Mun alvarlegri hlutur er til dæmis í mínum huga að Hitaveita Suðurnesja sé lent í klónum á fjárfestum, sem hafa það eitt að markmiði að græða, og einnig má ekki gleyma því að það er alls ekki víst að staðið hafi verið með löglegum hætti að sameiningu Geysi green energy og REI. 

Þetta eru hlutir sem þarf að athuga í kjölinn og eins hvernig eignarhald á veitustofnunum  stendur gagnvart lögum.

Ef að OR selur hlut sinn í REI án undangengis óháðs mats á verðmæti fyrirtækisins, heldur styðst við verðmat hagsmunaaðila, sem þar að auki nýtur forkaupsréttar að hlutanum, þá er eitthvað mikið að. En vélin er komin af stað, og er ekki stöðvuð svo auðveldlega.

Það er mjög mikið af athyglisverðum punktum komnir fram á hinum ýmsu vefspjöllum um þetta mál, en það skemmtilegasta er að mínu mati hvernig okkar kjörnu fulltrúar halda nú að sér höndum og fría sig allri ábyrgð, eins og þau lögðu nú mikið á sig til að öðlast einmitt þessa ábyrgð og telja okkur hinum trú um að þau væru hennar verð!

Hvernig væri ef þetta meirihlutaborgarstjórnarlið myndi nú fría sig ábyrgð í eitt skipti fyrir öll og fara bara að gera eitthvað annað, þar sem vanhæfni þeirra í starfi þyrfti ekki að koma niður á hundruðum þúsunda annarra manna.


mbl.is Aukafundur í borgarstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refskákin að ganga upp?

Í upphafi skyldi endirinn skoða.

 

Það er spurning hvort að þetta mál sé ekki að spilast út nákvæmlega skv handritinu. Þessir kaupréttarsamningar og afgreiðsla þessa máls í heild sinni er svo fjarstæðukennd að það er engu líkara en að þessu hafi verið ætlað að valda fjaðrafoki. Það að skapa vanda og sjá til þess að lausnin á honum sé það sem maður sækist eftir, er vel þekkt aðferðarfræði úr pólitík og viðskiptalífi.

-Til dæmis að OR selji sitt í REI til vel valinna aðila áður en nokkur sé búinn að gera sér grein fyrir verðmætum þess.. En þeir væru þá hvort eð er komnir með það sem þeir þyrftu frá OR til að bæta  nokkrum kúlum í punginn sinn.

 

-Tek þó fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu, þetta eru eingöngu vangaveltur 


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband