Augun á aðalatriðunum!

Þegar ég vaknaði í morgun blasti við þessi frétt hér: ,,Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar"

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295814

Þessi frétt var birt klukkan 05:30 í morgun og þegar flestir landsmenn voru komnir á fætur var þessi frétt búin að  trítla snyrtilega niður forsíðuna og þannig að það hún sæist einungis á síðu fyrir íslenskar fréttir. Það virtist vera komin ró yfir mbl.is og mest lesnu fréttirnar um mál sem koma daglegum lífum flestra Íslendinga barasta ekkert við.

Mér finnst mjög líklegt að ef þessi frétt hefði birst á ,,kristnilegum tíma" hefði hún valdið álíka miklu fjaðrafoki og þessi frétt hérna: ,,Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI"

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295721 

Þessu máli er núna stillt þannig upp að þessir kaupréttarsamningar eru orðnir eitthvað aðalatriði, því fer fjarri í mínum huga. Mun alvarlegri hlutur er til dæmis í mínum huga að Hitaveita Suðurnesja sé lent í klónum á fjárfestum, sem hafa það eitt að markmiði að græða, og einnig má ekki gleyma því að það er alls ekki víst að staðið hafi verið með löglegum hætti að sameiningu Geysi green energy og REI. 

Þetta eru hlutir sem þarf að athuga í kjölinn og eins hvernig eignarhald á veitustofnunum  stendur gagnvart lögum.

Ef að OR selur hlut sinn í REI án undangengis óháðs mats á verðmæti fyrirtækisins, heldur styðst við verðmat hagsmunaaðila, sem þar að auki nýtur forkaupsréttar að hlutanum, þá er eitthvað mikið að. En vélin er komin af stað, og er ekki stöðvuð svo auðveldlega.

Það er mjög mikið af athyglisverðum punktum komnir fram á hinum ýmsu vefspjöllum um þetta mál, en það skemmtilegasta er að mínu mati hvernig okkar kjörnu fulltrúar halda nú að sér höndum og fría sig allri ábyrgð, eins og þau lögðu nú mikið á sig til að öðlast einmitt þessa ábyrgð og telja okkur hinum trú um að þau væru hennar verð!

Hvernig væri ef þetta meirihlutaborgarstjórnarlið myndi nú fría sig ábyrgð í eitt skipti fyrir öll og fara bara að gera eitthvað annað, þar sem vanhæfni þeirra í starfi þyrfti ekki að koma niður á hundruðum þúsunda annarra manna.


mbl.is Aukafundur í borgarstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er í pólitískri pásu þessa dagana..... svo no comment. 

Anna Einarsdóttir, 10.10.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband