Umframeftirspurn í orku frá Landsvirkjun = of ódýr raforka?

Ég, eins og svo margir aðrir, er hlynntur því að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar henni í hag. Þetta á við um fisk, hugvit, vinnuafl, raforku og margt fleira. Þetta átti vel við um Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík á sínum tíma. Hins vegar fæ ég illmögulega séð hvernig stóriðju og virkjanaframkvæmdir þær, sem eru á teikniborðinu núna gætu orðið þjóðinni til hagsbótar.

Greiningardeildir bankanna eru sammála um það að fari nýjar stóriðjuframkvæmdir í gang muni þurfa að hækka stýrivexti. Er það þjóðinni til hagsbótar? Jæja, þá það, þetta skapar svo mörg störf, við viljum störf, er það ekki? Síðast þegar ég vissi blómstra starfsmannaleigur sem aldrei fyrr og flytja þurfti að flytja slíkt vinnuafl að mestu leiti inn fyrir Kárahnjúka af því að við Íslendingar höfum það ekki verra en svo að við nennum ekki að óhreinka á okkur hendurnar.

Fyrst að eftirspurnin eftir raforku er slík að menn fá njálg í bossann og sár á sálina við að hugsa um alla töpuðu peningana sem streyma niður ósa landsins. Hvernig væri þá að hækka raforkuverðið til stóriðju? Til dæmis upp í sama verð og grænmetisbændur þurfa að greiða eða alltént þannig að eftirspurnin sé ekki margfalt framboð. Segir þetta ekki svolítið um það að við séum að selja okkur of ódýrt? En tölur um þetta liggja auðvitað ekki á borðinu, þrátt fyrir að um fyrirtæki í Ríkiseigu sé að ræða. 

Netþjónabú Keflavík. Af hverju Keflavík? Jú, þar stendur ónotuð skemma. Mig grunar samt að háspennulínur séu dýrari og valdi meiri umhverfisálagi en að byggja hús utanum starfsemina nær framleiðslustað raforkunnar, jafnvel þó það þyrfti að plægja niður eins og einn ljósleiðara. Ríkið gæti áreiðanlega gefið þessum netþjónabúum húsnæði undir starfsemina fyrir þann pening sem myndi sparast. 

Þetta myndi meira að segja falla prýðisvel að byggðastefnu stjórnvalda, sem flytja ótalmargar stofnanir út á land undir slíku yfirskyni. Eða ætli Landsvirkjun vilji etv fá línur út á Suðurnes, svona "ef" eitthvað færi að gerast í Helguvík eða Þorlákshöfn?


mbl.is Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband