Fleiri spurningar en svör!

Hvernig stendur Hitaveita Suðurnesja í þessu máli? Er hún að lenda að ráðandi hlut í klónum á fyrirtækjum á aljóðlegum hlutabréfamarkaði og skapa þar með fordæmi?

Eru fleiri forkaupsskilmálar í þessum samningum líkt og með hlut OR í REI gagnvart öðrum hluthöfum REI og það sem meira er á hlutur Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja að renna beint til REI neyti OR forkaupsréttar síns á þeim hlut? 

Eru fjárfestar með tryggðan höfuðstól og geta hoppað hvenær sem er frá borði ef dallurinn sekkur og fengið þar að auki c.a. 2% vexti?

Verðlögðu þessir fjárfestar hlutina sína sjálfir?

Var þessi fundur yfirhöfuð löglegur?

Skipta þessir kaupréttarsamningar einhverju máli, er ekki bara verið að gera málið subbulegt og  beina athyglinni frá aðalatriðunum, þar sem einkaaðilar eru farnir að laumast inn í orkuauðlindirnar?

Hvernig endaði fundurinn? Fundarstjóri tilkynnti um fundarhlé, en ekki fundarslit, og svo var útsendingin allt í einu dottin inn í Rólegt og Rómantískt...

Ég er samt mjög stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa ekki sofnað á meðan Krummason þvaðraði um eigin ágæti, langt frá aðalatriðunum. Merkilegt líka hvað minnihlutinn var ljúfur við hann miðað við Borgarstjórann, en báða þarf sennilega að hífa upp úr fjóshaugnum með veglegum krana, eða þá að annar bjargi sér með því að klifra upp á hinn, hvor hefur meiru að tapa?

 

  


mbl.is Björn Ingi: Kauprétturinn var mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband